Eyjamaðurinn Matthías Harðarson lýkur einleiksáfanga í orgelleik frá Tónskóla þjóðkirkjunnar og heldur að því tilefni tónleika í Hallgrímskirkju í dag klukkan 16.00. Á efniskránni eru verk eftir J. S. Bach, Mendelssohn, Cochereau, Fauré og Duruflé. Matthías hefur lokið mastersnámi í kirkjutónlist við konunglega tónlistarháskólann í Árósum. En áður hafði hann lokið BA- og kantorsnámi frá Listaháskóla Íslands og Tónskólanum og samhliða því vélstjórnarnámi frá Tækniskólanum.
Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.
Af FB-síðu Hallgrímskirkju.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst