Kvennalið ÍBV vann í gær stórsigur á Gróttu í Mjólkurbikarnum. Avery Mae Vanderven kom ÍBV yfir á 10. mínútu. Olga Sevcova bætti svo öðru marki við á 38. mínútu og rétt fyrir leikhlé skoraði Allison Grace Lowrey þriðja mark Eyjaliðsins. 3-0 í hálfleik.
Í seinni hálfleik kom svo lokamark leiksins og var þar að verki Allison Grace Lowrey. Annað mark hennar í leiknum og stórsigur innsiglaður. Lokatölur 4-0 og ÍBV komið í 16-liða úrslit.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst