,,Parki hefur í 37 ár, allt frá árinu 1988 haft viðskiptavininn í öndvegi. Markmið okkar frá fyrsta degi hefur verið að veita viðskiptavinum okkar vandaða og faglega ráðgjöf um allt sem lýtur að innréttingum híbýla. Skiptir þá engu hvort um er að ræða heimili, verslanir, skrifstofur eða annars konar verslunar- og þjónustuhúsnæði, við finnum réttu lausnirnar. Í rúmlega þrjátíu ár hefur Parki starfað á samkeppnismarkaði þar sem öllu máli skiptir að geta boðið upp á framúrskarandi vörur og þjónustu á sanngjörnu verði,‘‘ segir Gústaf B. Ólafsson, framkvæmdastjóri.
,,Það hefur verið markmið okkar og stefna frá upphafi – og þess vegna erum við hér enn. Hægt og bítandi hefur Parka tekist að auka markaðshlutdeild sína og má nú teljast eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á Íslandi.‘‘
Gústaf segir það ekki síst að þakka sístækkandi viðskiptavinahópi sem hefur treyst Parka fyrir margvíslegum verkefnum í gegnum árin. ,,Án þeirra værum við ekki hér. Að sama skapi hefur starfsfólk Parka verið óþreytandi við að uppfylla kröfur við viðskiptavina okkar og þannig byggt upp farsæl sambönd sem spanna fjölda ára.‘‘
Starfsfólk Parka er nú um 50 talsins og segir Gústaf það búa yfir umfangsmikilli reynslu og þekkingu á sviði innréttinga húsnæðis. ,,Það er ekki síst þeirra vegna sem viðskiptavinir okkar leita til Parka ár eftir ár.“
Gildin okkar um að hafa viðskiptavininn í öndvegi, skapa skemmtilegt starfsumhverfi og bera virðingu fyrir umhverfinu hafa skilað ánægðum viðskiptavinum, tryggum rekstri og sjálfbærri starfsemi. Við ætlum að halda áfram á þessari braut og hlökkum til næstu áratuga. Endilega hafðu samband eða komdu í heimsókn á Dalveg 10 til14. Við finnum út úr þessu saman,‘‘ segir. Gústaf framkvæmdastjóri.
Allt á einum stað
Hjá Parka veit starfsfólk að það kostar tíma og peninga að ferðast á milli verslana í leit að réttu lausnunum. Þess vegna býður Parki allt á einum stað. Sérhæfa sig í heildarlausnum í innréttingum fyrir öll rými hússins, allt frá gólfefnum til dúkalofts, baðherbergjum til eldhúss, fyrir fyrirtæki jafnt sem einstaklinga. Þeirra fólk veit að innréttingar eru meira en bara útlitið.
Af þeim sökum hefur Parki lagt áherslu á gæði frá upphafi. Vörurnar eru viðhaldslitlar og endingargóðar þannig að viðskiptavinir geti verið áhyggjulausir um að Parki standist tímans tönn. ,,Líttu við í verslun okkar að Dalvegi þar sem við skörtum einum stærsta sýningarsal landsins. Þar má bera saman ótal vörur og sjá útkomuna fyrir sér áður en hafist er handa. Í vefviðmóti á heimasíðunni okkar geturðu jafnframt prófað þig áfram og teiknað upp draumarýmið, sem við hjálpum þér svo að gera að veruleika,‘‘ segir Gústaf.
Allur pakkinn fyrir fyrirtæki
Í gegnum árin hefur Parki unnið með mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins. Hótelum, verslunum, byggingarverktökum, veitingastöðum, hátækniiðnaði – nefndu það bara. Parki sérhæfir sig í að bjóða allan pakkann fyrir fyrirtæki og framkvæmdaraðila þannig að ekki þurfi að leita langt yfir skammt fyrir réttu lausnirnar.
,,Hjá Parka er að finna bæði fjölbreytt úrval vöruflokka og persónulega þjónustu til að aðstoða fólk við valið. Hvort sem það er við hönnunarteikningu eða smíði innréttinga á sérútbúna verkstæðinu okkar þá er reynslumikið starfsfólk þér innan handar. Ekkert verkefni er of lítið eða stórt fyrir Parka. Verkefnin eru fjölbreytt en markmiðið alltaf það sama: Ánægja viðskiptavina. Hvort sem leitað er að öllum pakkanum, að bæta hljóðvistina, fríska upp á útlitið með fallegu gólfefni eða hreinlega í leit að mottu sem bindur herbergið saman þá finnurðu svarið hjá Parka,‘‘ segir Gústaf B. Ólafsson, framkvæmdastjóri að endingu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst