The Puffin Run, víðavangshlaupið vinsæla í Vestmannaeyjum fór fram í áttunda sinn í dag. Þar hlupu um 1600 manns 20 kílómetra leið um stórbrotið landslag Heimaeyjar með útsýni yfir eyjar og sund, ýmist sem einstaklingar, í tveggja manna boðhlaupi eða fjögurra manna liðum.
Fjöldi manns kom að mótinu sem tíma- og brautarverðir og skemmtu sér ekki síður en keppendur enda veður eins gott hugsast getur, sól og hæfilegur vindur.
Eyjamaðurinn Hlynur Andrésson kom fyrstur í mark á tímanum 01:14.56. Í öðru sæti var Þorsteinn Roy Jóhannsson og Arnar Pétursson var í því þriðja.
Okkar maður Óskar Pétur tók þessar myndir af hlaupinu í dag.
Hér má sjá þá tíu efstu í hlaupi dagsins:
Rank | BIB | Name | Year | Club | Split | Time | Behind | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | 3 | Hlynur Andrésson | 1993 | 00:17:07 (5km) 00:36:19 (10km) 00:53:45 (15km) |
01:14:56 | |||
2 | 4 | Þorsteinn Roy Jóhannsson | 1991 | 00:18:02 (5km) 00:37:54 (10km) 00:55:50 (15km) |
01:15:56 | +01:00 | ||
3 | 2 | Arnar Pétursson | 1991 | Breiðablik | 00:18:02 (5km) 00:37:59 (10km) 00:55:58 (15km) |
01:16:46 | +01:50 | |
4 | 14 | Jan Halberstat | 1998 | The Sexy Puffins | 00:18:02 (5km) 00:37:57 (10km) 00:56:00 (15km) |
01:16:49 | +01:53 | |
5 | 15 | Grétar Örn Guðmundsson | 1985 | Knattspyrnufélag Reykjavíkur | 00:18:40 (5km) 00:39:34 (10km) 00:58:21 (15km) |
01:19:56 | +05:00 | |
6 | 1013 | Nils Fischer | 1998 | Fimleikafélag Hafnarfjarðar | 00:18:01 (5km) 00:38:13 (10km) 00:57:38 (15km) |
01:21:18 | +06:22 | |
7 | 1012 | Vojtěch Bednarský | 1997 | Team Sexy Puffins | 00:18:48 (5km) 00:39:50 (10km) 00:58:53 (15km) |
01:21:45 | +06:49 | |
8 | 1192 | PEDRO JESUS GALAN | 1985 | 00:19:14 (5km) 00:41:31 (10km) 01:01:40 (15km) |
01:25:08 | +10:12 | ||
9 | 300 | Jón Gunnar Gunnarsson | 1993 | Fjallahlaupaþjalfun | 00:19:55 (5km) 00:42:06 (10km) 01:02:12 (15km) |
01:25:35 | +10:39 | |
10 | 16 | Maciej Pieczonka | 1991 | 00:20:13 (5km) 00:42:37 (10km) 01:02:57 (15km) |
01:26:42 | +11:46 |
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst