Fimmta umferð Bestu deildar karla hefst í dag með þremur leikjum. Í fyrsta leik dagsins mætast spútniklið deildarinnar, ÍBV og Vestri. Liðunum var báðum spáð falli úr deildinni í spá fulltrúa félaga í Bestu deild karla rétt fyrir mót. Hins vegar hafa bæði lið farið vel af stað og eru þau í þriðja til fjórða sæti deildarinnar – bæði með 7 stig.
Það má því búast við hörkuleik á Þórsvelli í dag en þar eru Eyjamenn ósigraðir. Flautað verður til leiks klukkan 14.00.
Leikir dagsins:
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst