Eyjastelpur í eldlínunni í Eistlandi
Lilja Kristín Svansdóttir og Kristín Klara Óskarsdóttir.

Kristín Klara Óskarsdóttir og Lilja Kristín Svansdóttir, leikmenn ÍBV hafa síðustu daga leikið með U16-ára landsliði Íslands í knattspyrnu á þróunarmóti UEFA í Eistlandi.

Á vefsíðu ÍBV segir að þær hafi báðar leikið í öllum leikjunum þremur og spiluðu sínar stöður virkilega vel, Lilja var mest í hægri bakvarðarstöðunni en Kristín lék einnig þar, auk þess að spila inni á miðjunni.

Í fyrsta leiknum gegn Slóvakíu vann Ísland 0:3 sigur en þar hóf Kristín leikinn og lék 45 mínútur en Lilja kom inn á í hálfleik og leysti Kristínu af í bakverðinum.

Í næsta leik var andstæðingurinn Eistland en þar vann Ísland 6:0 sigur, Lilja hóf leikinn og lék hann allan í hægri bakverðinum en Kristín kom inn eftir rétt rúman klukkutíma og lék inni í miðjunni til loka leiksins.

Í síðasta leiknum sem fram fór í gær komu Kristín og Lilja báðar inn á í seinni hálfleiknum en staðan var 1:1 í hálfleik, leiknum lauk svo með 1:3 sigri Íslands. Ísland vann því alla leiki sína á þróunarmótinu og léku stelpurnar okkar vel, segir í umfjölluninni á vef ÍBV.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.