Knattspyrnudeild ÍBV heldur herrakvöld í Reykjavík föstudaginn 23. maí nk. í Víkingssalnum/Fram Safamýri 26. Þar er ætlunin að skapa sannkallaða Eyja/ÍBV stemningu og gera þetta að einstaklega skemmtilegu kvöldi, segir í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV.
Þar segir jafnframt að sérstakur heiðursgestur verði okkar ástsælasti sonur, Ásgeir Sigurvinsson.
„Við ætlum að koma þarna saman og þakka honum sérstaklega fyrir hans framlag til íslenskar knattspyrnu að tilefni að 70 ára afmæli hans 8. maí sl. Það er von okkar að sem flest okkar gefi sér tíma og taki þátt í þessum samfögnuði með Ásgeiri.
Veislustjóri verður Martin Eyjólfsson, betur þekktur sem bjargvætturinn. Ræðumenn verða þeir Einar Kárason rithöfundur, Halldór Einarsson oftast kenndur við Henson og Ingólfur Hannesson fyrrverandi íþróttafréttamaður.
Um matseldina sér matreiðslumeistarinn og Eyjamaðurinn Kristófer Helgason, þar sem boðið verður upp á gómsætt grillað lambalæri með alles. Trúbador mun síðan halda uppi stemningunni fram eftir kvöldi.
Verð er aðeins 11.900 kr. og er hægt að panta miða á knattspyrna@ibv.is eða í síma 766-8134 (Hlynur Sigmars). Hægt er að panta 6-20 manna borð fyrir hópa ef menn vilja. Takið daginn frá og komum fagnandi!
Áfram ÍBV”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst