Konur sjómanna: Þórdís Gyða Magnúsdóttir
2. júní, 2025

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlega um land allt í gær og sjómönnum fagnað. Mikil og skemmtileg dagskrá var í boði hér í Eyjum og var sjómönnum fagnað yfir helgina. Við hjá Eyjafréttum náðum tali af nokkrum konum sjómanna og fengum að spyrja nokkurra spurninga varðandi fjölskyldulífið.

Nafn: Þórdís Gyða Magnúsdóttir

Aldur? 37 ára.

Fjölskylda? Baldvin Þór, Anna Rakel, Sigrún Arna og Selma Björk.

Hversu lengi hefur þú verið sjómannsfrú? Hef verið sjómannsfrú síðan 2011.

Á hvaða skipi er maki þinn? Hann er á því flotta skipi Sigurði Ve 15.

Kynnist þið þegar maki er á sjó? Nei við kynnumst 2009 þegar hann er að klára smiðjuna í Héðni í Reykjavík.

Hefur maki þinn alla ykkar tíð verið á sjó? Nei en hann byrjaði ungur á sjó eða um 2001, var þar af og til þangað til hann byrjaði í fullu starfi 2011.

Hvernig hefur gengið að samræma sjómennsku og fjölskyldulíf? Það gengur oft á tíðum vel, en á móti missa þeir af stórum stundum í lífinu hjá okkur fjölskyldunni og það getur tekið á alla, bæði okkur og hann.

Helstu kostir sjómennskunnar? Hann er í stórkostlegri áhöfn þar sem bæði menn og makar ná ofsalega vel saman. Hann elskar starfið sitt og er stoltur sjómaður.

Helstu gallar sjómennskunnar? Þegar hann missir af stóru stundunum í okkar lífi og að geta ekki tekið frí þegar það hentar og á við.

Eruð þið með hefð um sjómannahelgina? Við höfum síðustu ár farið á föstudeginum með vinum okkar út að borða og á tónleikana upp í höll, tekið svo laugardaginn niður á bryggju með stelpunum og með áhöfninni um kvöldið í höllinni. Svo endar maður alltaf á stakkó á sunnudeginum.

Eitthvað að lokum? Til hamingju með helgina sjómenn og sjómannskonur.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.