„Ég vil byrja á því að óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með þennan frábæra dag. Hér hjá okkur eru reynsluhlaðnir menn sem kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að veltast um allan sjó og fer vel á því að sýna þeim heiður í tilefni dagsins,“ sagði Guðni Hjálmarsson sem stýrði athöfn þar sem eldri sjómenn voru heiðraðir.
Sjómannafélagið Jötunn heiðraði Magna Frey Hauksson sem steig um borð í Dala Rafn og byrjaði þá sjómennsku sína 1978. „Hann kom víða við á ferli sínum og sótti sjóinn með áhöfnunum á Ófeigi lll, á Smáey, á Bergey, hann fór svo á frystinguna á Vestmannaey og síðar á Breka. Í dag er hann á Frá VE. Magni Freyr hefur verið á sjó í tæp 48 ár,“ sagði Guðni.

Fyrstu feðgarnir
Skipstjóra og stýrimannafélagið Verðandi, heiðraði Berg Pál Kristinsson sem byrjaði snemma á sjó 15 ára gamall. „Þá sem hálfdrættingur, að eigin sögn á Vestmannaey árið 1975. Hann starfaði síðar sem stýrimaður og skipstjóri á Bergey, á Ófeigi og ekki síst á Herjólfi. Hann starfaði einnig lengi hjá Vestmannaeyjahöfn þ.m.t. sem skipstjóri á Lóðsinum. Bergur hefur starfað lengi að málefnum sjómanna hjá bæði Verðanda og Farmannasambandinu.
Þess má til gamans geta að hann og Kristinn pabbi hans eru fyrstu feðgar sem heiðraðir eru af Verðanda,“ sagði Guðni en Bergur Páll var erlendis og kom það í hlut barnabarnanna að taka við viðurkenningunni. Tóku Bergur Björn Auðunsson og Haraldur Dúi bróðir hans við skildinum og viðurkenningunni fyrir hönd afa síns.
Myndir Óskar Pétur.

Hefur víða siglt
„Félag vélstjóra heiðraði Halldór Waagfjörð fyrir störf sín um mörg heimsins höf. „Eftir vélskólann 1971 byrjaði hann á Björginni og einnig á Danska Pétri, þar eftir á Hrönn. Sumarið 1972 kaupa þeir Ingvi Geir Skarphéðinsson Andvara og gera út. Nokkrum árum seinna fer hann á Vestmannaey og smyr vélina í 11 ár.
Að því loknu flytst hann til Ástralíu og starfaði á nokkrum togurum þar en kemur heim haustið 1999 og munstrar sig á Huginn, hann fer þaðan til Reykjavíkur og ræður sig á Bakkafoss þá síðar á Skógarfoss og svo á Dettifoss. Halldór kemur svo aftur til Eyja og tekur við yfirvélstjórn á Herjólfi til 2015 en er að lokum með hraðferjuna Akranes til loka árs 2017,“ segir Guðni um feril Halldórs.






















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.