Hreinsunardagur ÍBV
6. júní, 2025
Hreinsunardagur Ibv Ads
Ljósmynd/aðsend

Á morgun, laugardaginn 7. júní á milli kl 13-14:30 ætlar ÍBV að halda hreinsunardag í samstarfi við Terra.  Mæting er við Hásteinsvöll og ætlum við að taka til á því svæði og þar í kring. Í lokin verður síðan öllum boðið  í grill og þá verður einnig ís í boði fyrir börnin. Í tilkynningu frá félaginu eru bæjarbúar hvattir til að leggja málefninu lið og mæta og gera svæðið fegurra sem og að gera sér glaðan dag í leiðinni. 

„ÍBV vill með þessu leggja sitt að mörkum til að fegra í kringum starfsemi sína og þakklát Terra og Vestmannaeyjabæ fyrir að leggja málefninu lið. Terra leggur sérstaka áherslu á að styðja við málefni sem gagnast nærsamfélaginu með sérstakri áherslu á umhverfismál,  nýsköpun og heilbrigðan lífstíl.  Það er því vel við hæfi að ÍBV og Terra taki höndum saman við að gera þennan dag að árvissum viðburði hjá ÍBV,” segir í tilkynningunni.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.