Ný skipan í forystu SFS
17. júní, 2025
Gunnþór (002)
Gunnþór Ingvason tekur við formennsku í samtökunum.

Á fundi stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem haldinn var í dag, 17. júní, var samþykkt ný skipan í embætti og stjórnareiningar samtakanna í samræmi við samþykktir. Samþykkt var að Gunnþór Ingvason, varaformaður samtakanna, forstjóri Síldarvinnslunnar hf., taki við formennsku í samtökunum fram að næsta aðalfundi samtakanna.

Þá var samþykkt að Ægir Páll Friðbertsson, ritari samtakanna, forstjóri Iceland Seafood ehf., taki við varaformennsku í samtökunum og að Anna Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Gjögurs hf., taki við embætti ritara samtakanna. Einnig var samþykkt að Daði Hjálmarsson, framkvæmdastjóri KG fiskverkunar hf., taki sæti í framkvæmdaráði samtakanna. Stjórn samþykkti einnig kjör Friðriks Friðrikssonar, framkvæmdastjóra mannauðssviðs Brims hf., í stjórn samtakanna.

Stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi þakkar Guðmundi Kristjánssyni, fráfarandi formanni, fyrir samstarfið í forystusveit samtakanna. Framlag Guðmundar til sjávarútvegs og samtakanna í gegnum tíðina er mikið. Stjórnin harmar að leiðir skilji á þessum tímapunkti en Guðmundur verður áfram þátttakandi í starfi samtakanna sem öflugur félagsmaður.

Samtakamáttur og samstaða um starfsskilyrði íslensks sjávarútvegs er og verður leiðin fram á við til aukinnar verðmætasköpunar. Stjórn samtakanna óskar Guðmundi velfarnaðar fram veginn við áframhaldandi uppbyggingu sjávarútvegs á Íslandi, segir í fréttatilkynningu frá SFS.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.