Aukatónleikar vegna mikillar eftirspurnar
Júníus Meyvant er einn þeirra sem kemur fram á tónleikunum. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Einungis örfáir miðar eru eftir á gosloka tónleikana „Úr klassik í popp“ á fimmtudagskvöldinu 3. júli. Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákeðið að halda aukatónleika föstudaginn 4. júlí kl. 18:00.

Flutt verða sígild popplög sem voru sótt í klassísk verk tónskáldanna Bach, Beethoven, Tchaikovsky, Brahms, Mozart o. fl. o. fl. Lög eins og Whiter Shade of Pale – Procul Harum (Bach), This Night – Billy Joel (Beethoven), Að kvöldi dags – Hljómar (Tchaikovsky), Russians – Sting (Prokofiev) ofl. ofl.

Þeir sem fram koma á þessum einstöku tónleikum eru: Hrafnhildur Helgadóttir, Júlíanna S. Andersen, Júníus Meyvant, Þórarinn Ólason, Magnús R. Einarsson. Þórir Ólafsson og Eggert Jóhannsson.

Miðasala og borðapantanir eru í Eldheimum s. 4882700, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.

 

Nýjustu fréttir

Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum
Vara við áhrifum samgönguáætlunar
Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.