Vosbúð nytjamarkaður færði hollvinasamtökum Hraunbúða 200.000 króna styrk í dag. Tilgangur hollvinasamtakanna er að bæta aðstöðu og upplifun þeirra sem þar dvelja, með því að styðja við úrbætur á vistarverum og skapa hlýlegt og mannvænt umhverfi. Framlagið frá Vosbúð er því mikilvæg innspýting í áframhaldandi starf og skilar sér beint til þeirra sem þurfa á því að halda og mun án efa nýtast vel til að stuðla að bættri líðan og aðstöðu heimilisfólksins á Hraunbúðum.