Á morgun, mánudaginn 14. júlí er spáð mjög góðu veðri á öllu landinu, sól og hita og ekki útilokað að hitamet falli, m.a. á Stórhöfða. Þar spáir Veðurstofan 18 stiga hita, hægum vindi og sól seinni partinn.
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, setti saman veðurannál fyrir árið 2008. Þar rifjar hann upp það helsta sem gerðist í veðrinu á árinu. Nýtt hitamet var sett á Stórhöfða í Vestmannaeyjum 30. júlí, (21,6 stig) en þar hefur verið mælt samfellt frá 1921. Í töflu um hita á Stórhöfða komst hann í 21,2 gráður árið 1924.
Það verður því áhugavert að fylgjast með hitatölum á morgun. Verður metið jafnað eða bætt?
Upplýsingar af vef Veðurstofunnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst