Kvennalið ÍBV vann sannfærandi 0-5 sigur í kvöld er liðið tók á móti Gróttu á Seltjarnarnesi í 11. umferð Lengjudeildar kvenna. Bæði þessi lið höfðu verið á mikilli siglingu fyrir leikinn en Gróttukonum tókst ekki að veita ÍBV mikla samkeppni og sýnir það styrk ÍBV í þessari deild.
Eyjakonur leiddu 0-2 í hálfleik en Allison Patrica Clark og Olga Sevcova skoruðu mörk ÍBV í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik bætti Allison Patricia Clark sínu öðru marki við á 55. mínútu leiksins. Viktorija Zaicikova skoraði fjórða markið á 61. mínútu og Sandra Voitane innisiglaði 0-5 sigurinn á 80. mínútu leiksins.
ÍBV styrkti því stöðu sína á toppnum og eru komnar með 28 stig. Grótta er í 3. sæti með 18 stig en hefur leikið tíu leiki. Grótta er í mikilli samkeppni um 2. sætið í deildinni.
Næsti leikur ÍBV er fimmtudaginn 24. júlí kl. 18:00 gegn Haukum á Hásteinsvelli.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst