Makrílvertíðin stendur nú yfir og hafa veiðarnar gengið upp og ofan. Heimaey VE kom til heimahafnar í gær með um 450 tonn.
„Við erum búnir að fá rúm 5.000 tonn og það er því nóg eftir af kvótanum sem er um 20.000 tonn,” segir Stefán Friðriksson forstjóri Ísfélagsins í samtali við Eyjafréttir.
Að sögn Stefáns hafa síðustu dagar verið afskaplega rólegir. „Skipin eru farin úr íslensku lögsögunni og komin í Smuguna í leit að meiri afla en árangurinn hefur látið á sér standa. Vonandi fer að birta yfir þessu,” segir hann.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst