Sækja þarf um lóð á dalurinn.is, skrá sig þar inn með netfangi og lykilorði, ef þú manst ekki lykilorðið þá sækir þú um nýtt lykilorð með því að ýta á “Gleymt lykilorð”. Ef upp kemur að netfangið sé ekki til, þá stofnar þú nýjan aðgang.
Mikilvægt er að allir reitir séu fylltir út svo að umsókn sé gild. Nauðsynlegt er að vita nákvæma breidd á tjaldinu áður en umsókn er fyllt út.
Fyrir hvern meter sem sótt er um verður tekin 10.000 kr. heimild sem verður bakfærð þegar búið er að setja niður súlurnar.
Mánudaginn 21. júlí kl. 10:00 Opnað fyrir umsóknir
Miðvikudaginn 23. júlí kl. 10:00 Lokað fyrir umsóknir
26.-27. júlí Staðfesta þarf úthlutun
Mánudaginn 28. júlí kl. 10:00 Birtar nákvæmar staðsetningar á lóðum til allra þeirra sem sóttu um á réttan hátt í gegnum dalurinn.is
Þegar búið er að úthluta lóðum þá segir númer lóðar ekki til um númer tjalds í röðinni, á einni lóð geta verið fleiri en eitt tjald.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst