„Mig langar að hvetja alla Reynslubolta (reynsluboltar eru þeir sem hafa glímt og/eða eru að glíma við krabbamein, til þess að skrá sig með okkur í gönguna, fyrsta hringinn og koma svo á Einsa Kalda,“ segir Bjarni Ólafur Guðmundsson einn aðstandenda Styrktarleikanna í Herjólfsdal á morgun og bendir á að spáð er blíðu.
„Við viljum bjóða heiðursgestunum okkar upp á notalegan hádegisverð eftir setningu Styrkleikanna. Skráning fer fram hér https://forms.office.com/e/iGvTGX4WbW, hver Reynslubolti getur boðið einum aðstandanda með sér.
Við vonumst eftir að sem flestir Reynsluboltar komi og taki þátt með okkur og sameinist í gleði og þakklæti. Endilega takið með ykkur fjölskyldu og vini og gerum setninguna veglega og fallega. Hvet alla til að mæta í hádeginu á morgun og ganga með reynsluboltunum fyrsta hringinn. Sýnum samstöðu með fólkinu sem hefur tekið baráttuna og styðjum við Krabbameinsfélagið í sínu verkefni.
Síðan er það fjölskyldustund/fjölskylduskemmtun á morgun – lifandi tónlist – leikir og falleg og yndisleg samvera í blíðunni í Herjólfsdal. Svo er það Ljósastund kl. 21.00 annað kvöld. Falleg minningar og þakkarstund sem ég skora á alla að mæta á,“ segir Bjarni og vísar á heimasíðu verkefnisins þar sem hægt er að skrá sig.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst