Baldur átti að sigla frá Landeyjahöfn klukkan 17.00 en var hins vegar að leggja úr höfn þegar þessi frétt er skrifuð kl. 17.50. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta er um að ræða bilun í stjórnbúnaði skipsins sem tókst að gera við.
Í tilkynningu frá Herjólfi sem var að birtast á facebook síðu félgsins segir að Baldur sé að leggja af stað frá Landeyjahöfn en brottför átti upphaflega að vera kl 17.00
Seinkun verður því á næstu brottför frá Vestmannaeyjum eða u.þ.b. 45 mín töf. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda, segir í tilkynningunni.
Uppfært kl. 20.00.
Fyrsta ferð morgundagsins fellur niður frá Vestmannaeyjum kl 07.00 og til baka frá Landeyjahöfn kl 08.00 vegna viðgerðar á stjórntækjum Baldurs. Farþegar eru beðnir um að hafa samband við afgreiðslu Herjólfs í síma 4812800 sem eiga bókað í þessar ferðir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst