Sjávarútvegssýningin 2025 var haldin í Laugardalshöll í síðustu viku og var hún að mati forráðamanna sýningarinnar stærsta sjávarútvegssýning sem haldin hefur verið á Íslandi. Aðsókn var góð og að venju fjölmenntu Eyjamenn á sýninguna. Þar hittist fólk og rifjaði upp gömul kynni og ný urðu til.
Hún stóð undir nafni og sýndi miklar framfarir í tækjum og tæknibúnaði sem einkennt hefur íslenskan sjávarútveg undanfarin ár og áratugi. Gaman var að sjá að Skipalyftan var með bás í samvinnu við MD-Vélar. Líka fyrirtæki sem tengjast Eyjum og eru hér með starfsemi. Má þar nefna Kapp sem er í eigu Freys Friðrikssonar sem á ættir að rekja til Vestmannaeyja. Það á einnig við um Hampiðjuna sem hér rekur myndarlegt útibú og NI sem voru áberandi á sýningunni.
Hvort tvöföldun veiðigjalda á eftir að hafa áhrif að kaup sjávarútvegs á nýjum tækjum og búnaði mun framtíðin leiða í ljós en tæknin er fyrir hendi eins og sýningin bar með sér.
Garðar Rafnsson, fyrrum starfsmaður Hampiðjunnar, Guðmundur Huginn oftast kenndur við Huginn VE sem hann stýrði í mörg ár og Jón Þór Geirsson sem var áður vélstjóri á Breka VE og Huginn VE.
Hampiðjan sýndi það á sýningunni að hún er vaxandi fyrirtæki með starfsemi út um allan heim.
N1 var áberandi á sýningunni enda boðið upp á fjölbreytta þjónustu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst