Ístækni og Laxey hafa gert samning um smíði á ískömmtunarbúnaði fyrir nýja laxavinnslustöð Laxeyjar. Í tilkynningu segir að búnaðurinn, sem er hannaður og smíðaður af Ístækni, skammti rétt magn af ís í kassa til að viðhalda gæðum vörunnar til kaupenda.
„Starfmenn Ístækni hafa unnið við uppsetningu á öllum vinnslubúnaði fyrir Laxey undanfarnar vikur. Þessum viðbótum verður komið upp áður en vinnsla hefst í nóvember,“ segir Jóhann Bæring Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ístækni.
„Við hjá Laxey höfum unnið náið með Ístækni að hönnun og uppsetningu búnaðar í nýju vinnsluna. Þetta er síðasti búnaðurinn sem vantaði til að gera vinnsluna fullbúna. Samstarfið við Ístækni hefur gengið mjög vel og vildum við ljúka þessu verkefni með þeim,” segir Kristmann Kristmannsson, verkefnastjóri vinnslu og innkaupa hjá Laxey.
Búnaðurinn verður settur upp um miðjan október og gert er ráð fyrir að vinnsla hefjist í nóvember, tveimur árum eftir að félagið keypti fyrstu hrognin, segir enn fremur í tilkynningunni.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.