Nú styttist í verklok í slipptöku Herjólfs, en áætuð heimkoma er á laugardaginn ef allt gengur eftir. Ætti ferjan því að geta tekið við siglingum af Baldri á sunnudag. Um leið og það liggur fyrir munum við upplýsa farþega okkar, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf.
Þar segir jafnframt að í ljósi siglingaaðstæðna sl. daga og biðlista sem hafa myndast fyrir farartæki eru farþegar sem eru að ferðast með ferjunni upplýstir um að skipafélagið muni vera með skutl á milli hafna á sunnudaginn til þess að sækja bíla ef fært verður til Landeyjahafnar.
„Rútuferðir frá Landeyjahöfn til Þorlákshafnar verða eftir ferðir kl. 11:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 16:00. Þeir farþegar sem þurfa að nýta sér það eru beðnir um að melda sig inn á skrifstofu Herjólfs í Vestmannaeyjum. Þessi vika hefur verið krefjandi en við viljum þakka viðskiptavinum okkar fyrir góð samskipti, skilning og kurteisi í hvívetna,” segir að lokum í tilkynningunni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst