Rafmagnslaust var í á aðra klukkustund í Vestmannaeyjum, í Vík og í Landeyjum í dag. Útleysing var vegna seltu, segir í tilkynningu frá Landsneti.
,,Rafmagn er komið á aftur, engar skemmdir fundust á línunni en selta er talin ástæðan fyrir rafmagnsleysinu. Veðrinu síðasta sólarhring fylgdi mikil selta en rigningin sem er núna mun hjálpa til að skola hana af,” segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets í samtali við Eyjafréttir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst