Spurningar vakna um öryggishlutverk Ríkisútvarpsins
Útvarp er eitt af því sem æskilegt er að hafa í Viðlagakassanum sem mælt er með að hafa á heimilum.

Í gær varð rafmagnslaust í á aðra klukkustund í Vestmannaeyjum, í Vík og í Landeyjum. Það sem einnig datt út í rafmagnsleysinu voru FM-útsendingar RÚV. Hvorki náðist Rás 1 né Rás 2. Hins vegar voru hljóðvarpsstöðvar Sýnar í lagi á meðan rafmagnslaust var. Bæði Bylgjan og FM voru í loftinu sem og útvarpsstöðin Lindin.

Á að tryggja nauðsynlega öryggisþjónustu

Atvikið vekur spurningar um skyldur Ríkisútvarpsins samkvæmt almannavarnaáætlun landsins.

Í lögum um Ríkisútvarpið segir að það skuli, í samvinnu við stjórnvöld, tryggja nauðsynlega öryggisþjónustu með upplýsingamiðlun um útvarp og, þegar við á, eftir öðrum boðleiðum. Í því skyni skal Ríkisútvarpið hafa öryggisstefnu sem tryggi órofinn rekstur hljóðvarpsþjónustu um land allt og á næstu miðum.

Úr öryggisstefnu RÚV

Ríkisútvarpið er mikilvægur hlekkur í öryggiskerfi landsins og á að tryggja landsmönnum áreiðanlegar upplýsingar þegar alvarlegir atburðir eða hamfarir verða. Öryggisstefna RÚV skiptist í tvö meginatriði: ytra öryggi og innra öryggi.

Ytra öryggi felur í sér að RÚV viðheldur eigin dreifikerfum, þar á meðal langbylgjusendum sem ná til alls landsins, og prófar reglulega virkni búnaðar til að tryggja órofnar útsendingar. Fréttastofan hefur áætlanir um viðbrögð við vá og starfar í samráði við Almannavarnir.

Innra öryggi snýr að varaafli, neyðarbúnaði og öruggri hönnun kerfa í höfuðstöðvum RÚV við Efstaleiti. Öryggisnefnd Ríkisútvarpsins ber ábyrgð á því að stefnunni sé fylgt, segir m.a. í stefnunni.

Mikilvægt að landsmenn geti treyst á kerfið

Hægt er að þakka fyrir að þessu sinni að hvorki varð net eða símasambandslaust. En komi það upp er aldrei mikilvægara að hafa útvarpsútsendingar í lagi, svo koma megi upplýsingum til íbúa á þeim stöðum sem verða fyrir því að missa samband.

Það er mikilvægt að landsmenn geti treyst því að Ríkisútvarpið sinni öryggishlutverki sínu um land allt og á næstu miðum – eins og segir í lögunum – alltaf.

Nýjustu fréttir

Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.