Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum var slitið í dag. Alls útskrifuðust 19 nemendur af sex mismunandi brautum. Yfir 270 nemendur stunduðu nám við skólann á önninni, á ólíkum námsleiðum og í fjölbreyttum áföngum.
Haustönnin er söguleg því Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2025. „Það er viðurkenning sem vegur þungt – ekki bara fyrir skólann, heldur fyrir allt skólasamfélagið: nemendur, starfsfólk, foreldra, samstarfsaðila, velunnara og samfélagið okkar hér í Eyjum,“ sagði Thelma Björk Gísladóttir, aðstoðarskólameistari FÍV í ræðu sinni á skólaslitum.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst