Fjölskylda?
Íris og ég ásamt Þórarni og Gísla sem eru 11 ára tvíburar og Rut sem er 3 ára.
Hvernig leggjast jólin í þig?
Jólin leggjast vel í mig, þau eru tími kærleika og friðar. Jólin minna mig á að kærleikurinn er stærri en allt annað. Hann er þolinmóður, hlýr og gleður hjarta manns. Á þessum tíma tel ég mikilvægt að gefa af sér, fyrirgefa og mæta fólki.
Fer mikill undirbúningur í jólin hjá þér?
Það byrjar yfirleitt á því að huga að árlegu jólagjöfinni fyrir ömmurnar og afana sem er dagatal þar sem við söfnum saman myndum frá árinu. Síðan gef ég mér alltaf tíma í að baka piparkökur sem innihalda Jamaican Pepper með krökkunum, það eru bestu kökurnar. Við reynum að jólaskreyta eins og tíminn leyfir og síðan tek ég oftast þátt í innpökkun á gjöfunum. Það er ýmislegt fleira sem týnist til.
Ertu með einhverja sérstaka hefð á jólunum?
Hefðin er að borða jólaönd á aðfangadag og heitt hangikjöt á jóladag og gott spilakvöld. Góður göngutúr á nýársdag og nýárspartý með vinahópnum. Það hafa svo að auki ýmsar hefðir verið í nokkur ár í senn, komið og farið.
Hvert er þitt uppáhalds jólalag?
Do they know it’s Christmas? með Band Aid.
Hvað stendur upp úr á jólunum?
Það sem stendur upp úr fyrir mér er samvera með börnunum. Að upplifa jólin í gegnum börnin er það sem gerir þessa hátíð skemmtilega.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst