Alltaf litið á sig sem Vestmanneying
2. janúar, 2026
Fjölskylda Ásgeirs á Bessastöðum með forsetahjónunum. Dóttirin Tanja Rut, Ásgeir, Halla forseti, eiginkonan Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir, Björn Skúlason eiginmaður Höllu og sonurinn Elmar Aron. Mynd Sigurjón Ragnar,

„Ég man nákvæmlega eftir því hvenær ég hitti Ásgeir Sigurvinsson í fyrsta skipti. Upp á dag! Það var eftir hádegi föstudaginn 21. júní árið 1968. Ég hafði komið siglandi úr Reykjavíkurhöfn með Herjólfi ásamt móður minni tveim dögum fyrr því fjölskyldan var að flytja til Vestmannaeyja.

Faðir minn hafði komið sér fyrir í íbúðinni að Kirkjuvegi 23 og upp á lofti dvöldu eldri systur mínar búnar að koma sér fyrir og spiluðu hljómplötu með tónlist úr kvikmyndinni The Sound of Music frá morgni til kvölds,“ segir Helgi Ólafsson, skákmeistari með meiru í frábæru viðtali við Ásgeir í nýjasta jólablaði Fylkis í Vestmannaeyjum. Fyrirsögnin er: – Ég hef alltaf litið á mig sem Vestmanneying. Í gær, 1. janúar fékk Ásgeir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum fyrir afreksárangur í knattspyrnu. Að fullu verðskuldað því hann á að baki glæsilegan feril í Belgíu og Þýskalandi og með íslenska landsliðinu og allt byrjaði þetta á peyjavelli þar sem Safnahúsið stendur í dag.

En Helgi hafði önnur áhugamál og atvik höguðu því svo að þennan dag slóst hann í för með Einari Ottó Högnasyni og Óla Má Sigurðssyni og lá leið þeirra á einn af þessum frægu peyjavöllum í Eyjum þar sem nú stendur Safnahúsið, rétt við gamla spítalann og Alþýðuhúsið.

Gefum Helga orðið:

Þar var nokkur hópur ungra manna að leika knattspyrnu og fengum við að vera með. Nokkru síðar lagði sendiferðabíll við grasblett á mótum Kirkjuvegar og Hvítingavegar. Út sté fullorðinn maður og tók þátt í leiknum.

Ekkert kynslóðabil hér, hugsaði ég. Einar Ottó sagði mér að þetta væri Sigmar Pálmason og bætti við: hann skoraði tvö mörk um daginn þegar ÍBV vann Val, 3:1. Valsmenn voru þá ríkjandi Íslandsmeistarar í knattspyrnu.

Nokkru síðar hljóp ungur piltur niður brekkuna og spurði hvort ekki væri pláss fyrir hann á vellinum. Þetta var Ásgeir Sigurvinsson. Beiðni hans var tekið með nokkrum semingi því að hér gat jafnvægi leiksins raskast. Leyfið var þó veitt, en með því skilyrði að hann færi ekki fram yfir miðju.

Það mátti líka skilja á Einari Ottó að þarna væri á ferðinni alveg sérstaklega efnilegur ungur knattspyrnumaður. Markaskorari í 1. deild fékk sem sagt að leika lausum hala á vellinum en ekki þessi ungi piltur.

Ásgeir tók þá stöðu í markinu og var síðan að senda þessar fínu sendingar þvert yfir völlinn með utanfótar snúningi vinstri fótar og kallaði á eftir boltanum nafn þess sem átti að taka við honum.

Þessi ungi piltur varð síðar mesta íþróttahetja minnar kynslóðar. Að Ásgeir Sigurvinsson skyldi gerast atvinnumaður í knattspyrnu kom engum á óvart. Þó mátti telja þá á fingrum annarrar handar sem höfðu reynt fyrir sér á þeim vettvangi.

Hæfileikar hans, líkamsburðir, hraði og leiktækni voru einfaldlega framúrskarandi. Þegar hann þrumaði boltanum í markið hjá Austur-Þjóðverjum í frægum sigurleik á Laugardalsvelli vorið 1975 þá þrumaði hann líka íslenskri knattspyrnu upp á nýjar hæðir.

Og er hann lyfti silfurskildinum stóra sem táknar sigur í einni bestu atvinnumannadeild knattspyrnunnar, vestur-þýsku Bundesligunni, báru Íslendingar höfuðið hærra og ekki síst gamlir félagar hans úr boltanum.

Hann var slíkur yfirburðamaður í sigurliði Stuttgart að leikmenn völdu hann besta leikmann deildarinnar keppnistímabilið 1983–84.

Þó að nafn Ásgeirs og afrek tengist sterkast þýsku knattspyrnunni má ekki gleyma því hversu glæsilegur ferill hans var með Standard Liège í Belgíu. Það var áréttað þegar knattspyrnustjarna Anderlecht, Paul Guillaume van Himst, sem kosinn var besti knattspyrnumaður Belga á 20. öld, valdi úrvalslið sitt skipað leikmönnum úr belgísku knattspyrnunni yfir 70 ára tímabil, 1953–2023. Þar var Ásgeir í gamalkunnu hlutverki á miðju vallarins.

Ásgeir Sigurvinsson varð áhrifavaldur löngu áður en það hugtak náði flugi í dægumálaumræðunni. Þetta kom meðal annars fram í því að ungir leikmenn fóru skyndilega að reyna fyrir sér með liðum í Vestur-Evrópu og á Norðurlöndunum.

En það var ekki alveg einfalt, enda var fjöldi erlendra leikmanna þá takmarkaður við 2–3 leikmenn, segir Helgi.

Þá má geta þess að Eyjamaðurinn Ásgeir Sigurvinsson var valinn besti knattspyrnumaður íslenskrar knattspyrnusögu af íslensku þjóðinni, sérstakri val nefnd KSÍ og Stöð 2 Sport árið 2008.

Hægt er að nálgast jólablað Fylkis á eyjafrettir.is og lesa frábært viðtal Helga við Ásgeir í heild sinni.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF 12 Tbl Forsidan
12. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.