Grímuball Eyverja fór fram í gær við mikla gleði og var afar vel mætt. Höllin fylltist af börnum og fjölskyldum sem mættu í litríkum, frumlegum og skemmtilegum búningum.
Stemningin var frábær og greinilegt að mikill metnaður hafði verið lagður í búningagerðina. Börnin nutu þess að sýna sig og sjá aðra í fjölbreyttum gervum og fjörið stóð lengi yfir.
Til að kóróna daginn kíktu jólasveinar í heimsókn og glöddu börnin, sem vakti mikla lukku meðal yngstu gesta. Meðfylgjandi er myndasyrpa sem fangar stemninguna á þessu skemmtilega grímuballi.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst