Stjörnuleikurinn er orðinn fastur liður í aðdraganda jóla í Vestmannaeyjum. Handboltastjörnurnar hringdu inn jólin á föstudaginn þegar stærsti handboltaleikur ársins fór fram og stemmningin var stórkostleg. Leikmenn m.fl. kk í handbolta ásamt velunnurum sáu um alla umgjörð en Stjörnurnar sáu um að skemmta mannskapnum.
Þetta var sjöunda árið sem leikurinn fór fram en leikurinn hefur alltaf endað með jafntefli og varð engin breyting á þetta árið. Met mæting var á leikinn eða um 600 manns og safnaðist rúmlega ein milljón króna í ferðasjóð gleðigjafana en þeir stefna á utanlandsferð á nýju ári.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst