Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Úthlutað einu sinni á ári í tilraunaskyni

Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur samþykkt að breyta verklagi við úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Helsta breytingin felst í því að fækka úthlutunum sjóðsins úr tveimur á ári í eina. Um er að ræða tilraunaverkefni til næstu tveggja ára sem miðar að því að efla faglegan stuðning við umsækjendur og tryggja skilvirkari nýtingu fjármuna.

Á 632. stjórnarfundi SASS var ákveðið að innleiða þetta nýja fyrirkomulag strax á árinu 2026. Þetta þýðir að hefðbundin vorúthlutun, sem alla jafna hefur farið fram í febrúar og mars, mun ekki eiga sér stað í ár. Þess í stað verður boðað til einnar stórrar úthlutunarlotu næstkomandi haust.

Samræming og aukin gæði ráðgjafar

Með þessari breytingu samræmir SASS vinnubrögð sín við önnur landshlutasamtök á landinu, sem öll hafa tekið upp eina úthlutun á ári. Meginmarkmiðið er að draga úr stjórnsýsluþunga og skapa þess í stað svigrúm fyrir byggðaþróunarfulltrúa og verkefnastjóra SASS til að sinna:

  • Öflugri stuðningur og ráðgjöf: Ráðgjafar SASS hafa meira svigrúm til að veita umsækjendum persónulegri aðstoð. Umsækjendur fá nú meira svigrúm til að vinna með ráðgjöfum við að þróa hugmyndir sínar, vanda umsóknir og styrkja viðskipta- eða menningaráætlanir sínar áður en frestur rennur út.
  • Sanngjarnara mat og meira gagnsæi: Þegar öll verkefni ársins eru metin samtímis er tryggt að þau fái jafna umfjöllun innan sama fjárhagsramma og það tryggir að bestu umsóknirnar hljóti brautargengi.
  • Fyrirsjáanleiki og áætlanagerð: Með einum föstum umsóknarfresti á ári verður ferlið skýrara. Umsækjendur geta gert langtímaáætlanir og nýtt tímann fram á haust til að tryggja að öll fylgiskjöl og samstarfsaðilar séu í höfn.
  • Vandaðri eftirfylgni: Breytingin gerir SASS og ráðgjöfum kleift að fylgja styrktum verkefnum betur eftir. Þannig verður sjóðurinn ekki aðeins fjárhagslegur bakhjarl heldur virkur samstarfsaðili sem styður við framgang verkefna yfir allt árið.

Úthlutunarflokkar óbreyttir

Þrátt fyrir breytta úthlutunartíðni verður áfram úthlutað úr tveimur flokkum: Menningu annars vegar og Atvinnuþróun og nýsköpun hins vegar. Fagráð mun starfa með sama hætti og áður og tryggja faglega yfirferð allra umsókna.

Stjórn SASS telur þessa breytingu nauðsynlega til að styrkja sjóðinn sem öflugan bakhjarl sunnlensks samfélags. Verkefnið verður metið að tveimur árum liðnum og tekin ákvörðun um framtíðarfyrirkomulag í ljósi þeirrar reynslu sem komst á tilraunatímabilinu.

Senda má fyrirspurnir á sass@sass.is, segir í tilkynningu frá SASS.

Nýjustu fréttir

Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.