Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur samþykkt að breyta verklagi við úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Helsta breytingin felst í því að fækka úthlutunum sjóðsins úr tveimur á ári í eina. Um er að ræða tilraunaverkefni til næstu tveggja ára sem miðar að því að efla faglegan stuðning við umsækjendur og tryggja skilvirkari nýtingu fjármuna.
Á 632. stjórnarfundi SASS var ákveðið að innleiða þetta nýja fyrirkomulag strax á árinu 2026. Þetta þýðir að hefðbundin vorúthlutun, sem alla jafna hefur farið fram í febrúar og mars, mun ekki eiga sér stað í ár. Þess í stað verður boðað til einnar stórrar úthlutunarlotu næstkomandi haust.
Samræming og aukin gæði ráðgjafar
Með þessari breytingu samræmir SASS vinnubrögð sín við önnur landshlutasamtök á landinu, sem öll hafa tekið upp eina úthlutun á ári. Meginmarkmiðið er að draga úr stjórnsýsluþunga og skapa þess í stað svigrúm fyrir byggðaþróunarfulltrúa og verkefnastjóra SASS til að sinna:
Úthlutunarflokkar óbreyttir
Þrátt fyrir breytta úthlutunartíðni verður áfram úthlutað úr tveimur flokkum: Menningu annars vegar og Atvinnuþróun og nýsköpun hins vegar. Fagráð mun starfa með sama hætti og áður og tryggja faglega yfirferð allra umsókna.
Stjórn SASS telur þessa breytingu nauðsynlega til að styrkja sjóðinn sem öflugan bakhjarl sunnlensks samfélags. Verkefnið verður metið að tveimur árum liðnum og tekin ákvörðun um framtíðarfyrirkomulag í ljósi þeirrar reynslu sem komst á tilraunatímabilinu.
Senda má fyrirspurnir á sass@sass.is, segir í tilkynningu frá SASS.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.