Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Netörygssfræsðan fer fram í framhaldsskólanum í dag.

Skúli Bragi Geirdal og Haukur Brynjarsson frá Netvís verða með fræðsluerindi um netöryggi fyrir foreldra og forráðamenn barna í 1.–10. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja ásamt foreldra framhaldskólanemenda.

Fræðslan sem átti upphaflega að fara fram í desember sl. var frestað og fer því fram í dag, 22. janúar kl. 17.30 í sal Framhaldsskólans

Á erindinu verður fjallað um hvernig netið getur verið bæði skemmtilegur og gagnlegur vettvangur fyrir börn og unglinga en einnig hvaða áskoranir og hættur geta fylgt stafrænum heimi. Markmiðið er að styrkja foreldra í að styðja við börnin sín í öruggri og ábyrginni netnotkun.

Skipuleggjendur hvetja alla foreldra til að mæta og nýta sér þessa fræðslu.

Netvís sérhæfir sig í fræðslu og ráðgjöf tengdri nethegðun, stafrænu öryggi og samfélagsmiðlanotkun barna og ungmenna.

Nýjustu fréttir

Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.