Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Ferðamenn nýkomnir til Eyja. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Samstarfssamningur milli Vestmannaeyjabæjar og Markaðsstofu Suðurlands var lagður fram til kynningar á fundi bæjarráðs, en bæjarráð samþykkti þann 12. desember sl. að ganga formlega til samstarfs við Markaðsstofuna. Með samningnum tekur Vestmannaeyjabær þátt í sameiginlegu markaðsstarfi fyrir Suðurland sem áfangastað. Þetta kemur fram á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar.

Markaðsstofa Suðurlands (MSS) er samvinnuvettvangur ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja í ferðaþjónustu á Suðurlandi. Hlutverk hennar er að vinna að ímyndarsköpun, þróun og markaðssetningu áfangastaðarins, með það að markmiði að auka komu gesta, lengja dvalartíma og styrkja tekjugrundvöll ferðaþjónustu í landshlutanum.

Samningurinn kveður meðal annars á um eftirfarandi:

  • MSS sinnir almennri markaðssetningu Suðurlands og heldur úti vefsíðunum south.is og sudurland.is, þar sem sérstök kynningarsíða fyrir Vestmannaeyjar er hluti af heildinni.
  • Sveitarfélagið tilnefnir sinn tengilið sem hefur umsjón með upplýsingamiðlun innan sveitarfélagsins og tekur þátt í Faghópi um ferðamál á Suðurlandi.
  • MSS aðstoðar sveitarfélögin við stefnumótun í ferðamálum og gerð umsókna í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
  • Markaðsstofan sér um miðlun upplýsinga til ferðamanna, framleiðslu kynningarefnis og þátttöku í kynningar- og sölusýningum, bæði innanlands og erlendis, þar á meðal Mannamótum markaðsstofa landshlutanna.
  • MSS hefur frumkvæði að móttöku blaðamanna og ferðasala fyrir hönd sveitarfélaganna.

Með inngöngu í samstarfið hyggst Vestmannaeyjabær:

  • Styrkja stöðu Eyjanna sem hluta af sterku heildarmerki Suðurlands,
  • efla markaðsstarf bæjarins gagnvart innlendum og erlendum gestum,
  • treysta samstarf við önnur sveitarfélög á Suðurlandi,
  • og vinna að uppbyggingu og skipulagi ferðaþjónustu til framtíðar.

Nýjustu fréttir

Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.