Samninganefnd skipuð vegna endurskoðunar á Herjólfssamningi
DSC_1121
Herjólfur. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar Pétur

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samþykkt að skipa samninganefnd til að fara yfir samning um rekstur Herjólfs við Vegagerðina. Málið kom til umræðu í bæjarstjórn í kjölfar fundar bæjarráðs með Vegagerðinni vegna óskar sveitarfélagsins um framlengingu á gildandi samningi.

Samkvæmt 9. grein samningsins óskaði Vestmannaeyjabær eftir framlengingu hans. Vegagerðin taldi sig hins vegar ekki geta orðið við framlengingu óbreytts samnings og óskaði eftir því að samningurinn yrði tekinn upp og yfirfarinn í heild.

Fulltrúar Herjólfs í samninganefnd

Í kjölfarið samþykkti bæjarstjórn að skipa samninganefnd fyrir hönd sveitarfélagsins til að fara í viðræður við Vegagerðina. Í nefndina voru skipaðir þeir Páll Scheving, formaður stjórnar Herjólfs, Sigurbergur Ármannsson, stjórnarmaður Herjólfs ohf. og Ólafur Jóhann Borgþórsson, framkvæmdastjóri Herjólfs. Tillagan var samþykkt samhljóða með níu atkvæðum bæjarfulltrúa.

Áhersla á þjónustustig og rekstrarskilyrði

Í sameiginlegri bókun bæjarstjórnar er lögð rík áhersla á að þjónustustigi Herjólfs verði haldið og að félaginu verði skapaðar sem bestar rekstraraðstæður til að tryggja öruggar og góðar samgöngur til og frá Vestmannaeyjum. Jafnframt kemur fram að samninganefndin muni funda reglulega með bæjarstjórn um gang viðræðnanna.

Nýjustu fréttir

Samninganefnd skipuð vegna endurskoðunar á Herjólfssamningi
Markmiðin eru skýr – að efla Vestmannaeyjar
Stórskipakantur mikilvægur í mögulegri fóðurframleiðslu
Stórleikur í Eyjum – toppslagur ÍBV og Vals
Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum
Vara við áhrifum samgönguáætlunar
Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.