Nú hafa fyrstu listamenn verið staðfestir á Þjóðhátíð í Eyjum – Emmsjé Gauti og Aldamótatónleikarnir.
“Gauti hefur átt eitt allra vinsælasta lag landsins undanfarna mánuði – Malbik – og einn allra öflugasti skemmtikraftur landsins, stemningin sem hann mun ná í Herjólfsdal verður einstök. Emmsjé Gauti ásamt Króla – Malbik: https://www.youtube.com/watch?v=_cgIQDoCYCU
Aldamótatónleikarnir hafa heldur betur stimplað sig inn í íslenskt tónleikahald um allt land enda uppselt á alla tónleika um allt land frá því þessi hópur byrjaði að skemmta saman: Gunni Óla, Hreimur, Magni, Birgitta Haukdal og Beggi Sóldögg stíga á stóra sviðið í Herjólfsdal og flytja öll sín bestu lög,” segir í tilkynningu frá Þjóðhátíðarnefnd
Forsala aðgöngumiða hófst í morgun á https://dalurinn.is/ og opnaði Herjólfur einnig fyrir bókanir í skipið á Þjóðhátíð.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst