Báðar Eyjarnar með fullfermi
Bergey VE kemur til hafnar.

Ísfisktogararnir Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi eða um 75 tonnum í Vestmannaeyjum í gær. Þetta kemur fram í frétt á vef Síldarvinnslunnar.

Þar er rætt við Jón Valgeirsson, skipstjóra á Bergey. „ Við fengum þennan afla í Lónsbugtinni og þar var Vestmannaey líka. Þarna var fínasta veiði og samanstóð aflinn af ýsu, ufsa og þorski. Stærstur hluti hans var ýsa. Aflinn fór víða. Hluti hans fór í útflutning en síðan til vinnslu í Eyjum, Dalvík, Akureyri, Seyðisfirði og Neskaupstað. Við fórum út strax að löndun lokinni og erum núna í karfa djúpt út af Surtsey í bongóblíðu. Vestmannaey ætlaði hins vegar að veiða lýsu. Nú er lögð áhersla á að veiða annað en þorsk og segja má að vertíðin hafi tekið enda. Það er hins vegar ennþá þorskur við Surtsey og bullandi þorskur út af Reykjanesi,“ segir Jón.

Nýjustu fréttir

Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.