Alheims hreinsunardagurinn (e. world cleanup day) fer fram í dag. Dagurinn er sameiginlegt átak þar sem íbúar heimsins hreinsa rusl um allan heim og eru sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir auka einstaklinga hvattir til þess að taka þátt í að hreinsa sitt nánasta umhverfi.
Vegna Covid-19 verður ekki stofnað til hópviðburðar eins og síðastliðin ár. Bæjarbúar eru hvattir til að taka þátt. Fram kemur í tilkynningu frá Umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar að boðið verður uppá að sorp sé sótt á söfnunarstað. Sé þess óskað skal ganga vel frá pokunum þannig að ekki sé hætta á að þeir fjúki og senda síðan skilaboð með tilvísun í staðsetningu í síma 8971168 eða oskargudjon@simnet.is.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst