Mánudaginn 30. nóvember voru opnuð tilboð í verkið “Ljósleiðarakerfi í dreifbýli Vestmannaeyjabæjar – Jarðvinna” á verkfræðistofunni EFLU í Reykjavík. Verkið er unnið í samræmi við verkefnið Ísland ljóstengt og hlaut til þess styrk frá fjarskiptasjóði.
Eftirfarandi tilboð bárust: | Tilboðsuppl. m/vsk |
S.H. Leiðarinn ehf | 37.568.280 |
Heflun ehf | 31.529.232 |
Þjótandi ehf | 31.084.320 |
Steingarður ehf | 44.266.760 |
Kostnaðaráætlun verkkaupa nam 25.228.048 kr. Verkkaupi mun nú yfirfara tilboðin og taka ákvörðun um næstu skref.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst