Bólusetningar við Covid í Vestmannaeyjum ganga samkvæmt áætlun og í þessari viku er áætlað að ljúka bólusetningum fyrir 80 ára og eldri.  Það eru einstaklingar sem eiga lögheimili í Vestmannaeyjum og eru fæddir 1941 eða fyrr.   Ef ekki hefur náðst í einstaklinga í þeim hópi , sem óska eftir bólusetningu eru þeir/aðstandandur beðnir um að hafa samband við heilsugæslu HSU í Vestmannaeyjum í síma 4322500.

Í næstu viku er síðan áætlað að bólusetja slökkviliðsmenn og annað heilbrigðisstarfsfólk í Vestmannaeyjum og síðan verður haldið áfram samkvæmt áætlun Landlæknisembættis og eftir því hvernig bóluefni berst.