Þögnin rofin!

Fyrstu tónleikar ársins í Vestmannaeyjum verða laugardaginn 6. mars n.k. í Eldheimum.



Vísnatónlist, þjóðlög, íslensk, sænsk og ensk verða á dagskránni. Ástsæl og vinsæl ljóð og vísur eftir Davíð Stefánsson, Halldór Laxness, Cornelis Vreesvijk, Megas, Jón Múla og Jónas Árnasyni og fleiri verða sungin og leikin. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 stundvíslega.





Flytjendur Helga Jónsdóttir Árnór Hermannsson Eggert Jóhannsson Magnús R. Einarsson Helga og Arnór eru Vestmannaeyingum að góðu kunn í gegnum tíðina fyrir söng og hljóðfæraleik. Eggert Jóhannsson er helsti túlkandi sænskrar vísnahefðar á Íslandi og hefur meðal annars leikið á frægum vísnahátíðum í Svíþjóð. Magnús R. Einarsson gítarleikari verður þeim trausts og halds á tónleikunum, en hann hefur leikið með mörgum helstu hljómsveitum landsins í gegnum tíðina.



Í ljósi aðstæðna er takmarkað framboð miða á boðstólum og þess vegna er fólk beðið að panta borð og miða fyrirfram í síma 4882700. Miðaverð 3000kr.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.