3,3 milljónir í stuðning vegna sóttvarnaráðstafana til Vestmannaeyja
15. mars, 2021

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur staðfest tillögur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands að skiptingu á 300 milljóna kr. stuðningi til íþróttafélaga sem starfrækja skipulagt íþróttastarf fyrir börn og unglinga 6-18 ára. Viðbótarstuðningur þessi er veittur félögunum vegna afleiðinga sóttvarnaráðstafana á síðasta ári, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Alls runnu 3.317.648 krónur af þessum styrk til Vestmannaeyja sundurliðunina má sjá hér að neðan.

Fimleikafélagið Rán 376.476
Golfklúbbur Vestmannaeyja 197.443
ÍBV Íþróttafélag 2.578.475
Karatefélag Vestmannaeyja 50.000
Körfuknattleiksfélag ÍBV 50.000
Sundfélag ÍBV 65.254

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra:
„Tillaga ÍSÍ felur í sér að alls 224 félög hljóta styrk til þess að mæta þeim aðstæðum sem langvarandi samkomubann og sóttvarnarráðstafanir höfðu á starfsemi þeirra. Stuðningurinn nú kemur til viðbótar 450 milljónum kr. sem úthlutað var til rúmlega 200 íþrótta- og ungmennafélaga sem lið í fjárfestingarátaki stjórnvalda í fyrra.“

Tillit er tekið til fjölgreinafélaga og getur úthlutun til einstaks íþróttafélags ekki orðið hærri en 3% af veltu félagsins samkvæmt staðfestum reikningsskilum 2019. Sjá nánar um úthlutunina á vef ÍSÍ.

Þá stendur fjölskyldum til boða 45.000 kr. tómstundastyrkur vegna barna sem fædd eru á árunum 2005-2014, falli heimilið undir ákveðin tekjuviðmið. Umsóknafrestur vegna þeirra styrkja er til 15. apríl nk. Styrkina er hægt er að nota til niðurgreiðslu á þátttökugjöldum vegna íþróttaiðkunar, tónlistarnáms eða annarra tómstunda.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst