Mikil aukning í fjárhagsaðstoð

Upplýsingar um stöðu fjárhagsaðstoðar hjá Vestmannaeyjabæ var til umræðu á fundi fjölskyldu og tómstundarráðs í vikunni. Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og yfirfélagsráðgjafi fóru yfir stöðu fjárhagsaðstoðar. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins hefur verið greitt út þriðjungur af áætlaðri upphæð á fjárhagsáætlun ársins 2021. Um er að ræða um 65-70% hækkun frá sömu mánuðum í fyrra. Verið er að fara yfir allar umsóknir og skerpa á verklagsreglum. Einnig er verið að skoða aðrar leiðir fyrir fólk í fjárhagsvanda s.s. átak í atvinnumálum og virkri atvinnuleit.

Ráðið þakkaði fyrir upplýsingarnar og hvetur starfsmenn til að finna leiðir til að aðstoða fólk í fjárhagsvanda. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er neyðaraðstoð og mikilvægt að einstaklingar í vanda finni störf eða aðrar varanlegar lausnir varðandi framfærslu s.s. lífeyrisgreiðslur.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.