Frá þessu er greint á mbl.is og þar kemur fram að þegar hjálparbeiðni barst var Antares staddur u.þ.b. 6 sjómílur norður af �?ðinsboða á Húnaflóa og rak í átt að boðanum. Áhöfnin var þá komin í samband við togarann Frosta, sem var 2 klst siglingar fjarlægð og hafði haldið í átt að loðnuskipinu.
Til öryggis var áhöfn TF LIF kölluð út kl.12.48 og þyrlan send af stað í Alfa útkall´, þ.e. útkall með fyrsta stigs forgangi þar sem ekkert varðskip var nálægt loðnuskipinu.
Hugsanlegar björgunaraðgerðir voru skipulagðar í samvinnu við skipstjóra skipanna á meðan á flugi stóð, en laust eftir kl. 14.30 kom í ljós að tekist hafði að lagfæra bilun í vél skipsins og var þá hætt við björgunaraðgerðir og þyrlan kölluð til baka.
Mbl.is greindi frá.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst