Eyþór býður sig fram til forystu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum
Eyþór Harðarson

Eftir að hafa verið varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í minnihluta á núverandi tímabili, þá hef ég kynnst snertiflötunum sem tilheyra starfi í sveitarstjórn.  Veldur hver á heldur segir máltækið – margt hefur verið vel gert á tímabilinu sem er á enda, en margt hefði ég viljað sjá fara á annan veg. Til þess að hafa áhrif og sjá samfélagið þróast meira í þá átt sem manni hugnast er best að taka þátt og reyna að láta gott af sér leiða. Í ljósi þess hef ég ákveðið að bjóða mig fram í forystu á lista Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum fyrir næsta kjörtímabil og vinna að því að listi Sjálfstæðismanna nái meirihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja á næsta kjörtímabili.

Með kveðju,
Eyþór Harðarson

Nýjustu fréttir

Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.