Nýr kafli hjá Sjálfstæðisflokknum
21. apríl, 2022

Þegar rétt stemning myndast er fátt skemmtilegra en að taka þátt í samheldnu stjórnmálastarfi. Margir Vestmannaeyingar hafa fundið sér farveg til góðra verka í starfi Sjálfstæðisflokksins og það sem er jafnvel enn mikilvægara er að þá hafa margir Eyjamenn fundið vináttu og sterk tengsl sem stundum endast út lífið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sögulega verið sameiningarafl á svo margan hátt og mótunarafl til góðs fyrir velferð og samfélag Eyjamanna og af því erum við stolt.

Við þurfum þína hjálp
Það er hinsvegar mikilvægt fyrir okkar starf að fá nýtt fólk til leiks. Þess vegna munum við leggja sérstaka áherslu í starfi okkar fyrir komandi kosningar að taka vel á móti öllum sem til okkar mæta og jafnvel finna þér hlutverk ef áhugi er fyrir hendi. Hvort sem það kann að vera að taka kaffivakt í Ásgarði eða bara mæta og vera til staðar með okkur þá erum við þakklát, því kjarninn í öllu þessu starfi er samveran. Vertu því hjartanlega velkomin/n með okkur.

Met skuldaniðurgreiðslur, stóraukin velferð og aukið þjónustustig hafa einkennt okkar stjórn
Vestmannaeyjar hafa blómstrað undir stjórn Sjálfstæðisflokksins á þessari öld.

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn var í forystu Vestmannaeyjabæjar á árunum 2006 til 2018 voru skuldir greiddar niður fyrir fimm og hálfan milljarð. Þrátt fyrir þessa miklu skuldarniðurgreiðslu sem stórbætti allan rekstur bæjarins þá skilaði Sjálfstæðisflokkurinn af sér búi með um 3,3 milljarða króna sjóði.

Á sama tíma og þessi mikla skuldaniðurgreiðsla átti sér stað án þess að gengið væri á sjóði bæjarins þá jókst þjónustustustigið í Vestmannaeyjum. Söfn eins og Eldheimar og Sæheimar komust á laggirnar, frístundarstyrk fyrir börn var komið á, leikskólinn Sóli var byggður, þjónustuíbúðir fyrir aldraða var komið í farveg, fjölnota íþróttahús var byggt og nýtt útisvæði við sundlaugina. Nýr Herjólfur var byggður og Vestmannaeyjabær tók yfir rekstur hans með bættu þjónustustigi og tíðni ferða jókst í kjölfarið svo eitthvað sé nefnt. Af þessari arfleið erum við stolt og við viljum nú tryggja að Vestmannaeyjar skari fram úr í lífsgæðum samhliða ábyrgri fjármálastjórn.

Nýr kafli hjá Sjálfstæðisflokknum í Eyjum
Það má segja að ákveðin kaflaskipti hafi átt sér stað hjá Sjálfstæðisflokknum þann 26. mars s.l., en þá var haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í fyrsta sinn í 32 ár. Kröftugt ákall hefur verið um prófkjör í samfélaginu undanfarin ár og Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að bregðast við því. Öllum sem vildu var því gefin kostur á því að bjóða sig fram fyrir flokkinn og gaf metfjöldi frambjóðenda kost á sér, 15 Eyjapæjur og Peyjar. Við frambjóðendurnir erum geysilega ánægð með viðbrögð Eyjamanna í kjölfarið sem voru ótrúleg, enda mættu 927 Eyjamenn til þess að kjósa í Ásgarði sem er nær þriðjungur kosningabærra manna í Eyjum. Sjálfstæðisflokkurinn er eina framboðið sem gaf kost á prófkjöri þar sem allir gátu boðið sig fram í það sæti sem þau höfðu hug á. Við sjáum ekki eftir því og viljum leggja okkur fram við að bjóða fólk velkomið með okkur í starfið.

Kosningar um það hver mun stýra Vestmannaeyjum næstu fjögur árin eiga sér stað 14. maí n.k. Við viljum leggja áherslu á jákvætt kosningaferðalag og gagnlega uppbyggilega umræðu um málefni bæjarins sem er okkur svo kær. Fleiri hundruð Eyjamanna hafa stutt flokkinn dyggilega undanfarna áratugi og hafa leiðtogar Sjálfstæðisflokksins á landsvísu reglulega haft orð á því hversu verðmætt starfið í Eyjum er. Við leitum eftir þínum stuðning og viljum eiga samtal við þig og samveru á næstu vikum og munum bjóða upp á mörg tækifæri til þess. Við vonum að þú viljir vera með okkur.

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins óska Eyjamönnum gleðilegs sumars !
Eyþór Harðarson
Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Gísli Stefánsson
Margrét Rós Ingólfsdóttir
Rut Haraldsdóttir
Sæunn Magnúsdóttir
Óskar Jósúason
Halla Björk Hallgrímsdóttir
Kolbrún Anna Rúnarsdóttir
Hannes Kristinn Sigurðsson
Jón Þór Guðjónsson
Theódóra Ágústsdóttir
Arnar Gauti Egilsson
Ragnheiður Sveinþórsdóttir
Valur Smári Heimisson
Ríkharður Zoega
Aníta Óðinsdóttir
Unnur Tómasdóttir

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst