Glatt var á hjalla í veislu sem Vinnslustöðin bauð fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins og mökum til á dögunum. Samkoman var í matsalnum glæsilega og þar voru á sjötta tug gesta.
Þetta kemur fram á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar, vsv.is. Þar segir einnig: „Fæstir í hópnum höfðu stigið fæti inn fyrir dyr VSV eftir að nýtt starfsmannarými var tekið í gagnið og því var tekinn tími í að skoða það, nýja skrifstofu sömuleiðis og síðast en ekki síst uppsjávarhúsið.
Hefð er fyrir því að þessir virðulegu gestir séu boðnir til blóts á þorra en af því varð ekki í ár vegna COVID. Samkoman nú kom í staðinn en ekki þótti við hæfi að bera þorramat á borð á sumarbjörtum júnídegi. Þess vegna mætti sjálfur Einsi kaldi og eldaði handan mannskapnum mat sem honum er einum lagið að útbúa, dásamlega góðan saltfisk í portúgölskum anda og þorskkinn í tempura – sömuleiðis algjört lostæti.
Stjörnukokkurinn kynnti í leiðinni farsælt samstarf sitt og Vinnslustöðvarinnar.
Binni framkvæmdastjóri sagði gestum hvað á daga Vinnslustöðvarfólks hefði drifið undanfarin misseri og hvert fyrirtækið stefndi.
Hermann Kr. Jónsson, fyrrverandi aðalbókari VSV, flutti skemmtilega tölu um lífið og tilveruna í þá gömlu góðu daga og Siggi á Hvassó frumflutti nýjan og frumsaminn, íslenskan kántrýslagara. Þeir fengu mikið lof fyrir sín framlög.
Gestirnir voru svo leystir út með húfu og buffi merktu VSV og verða því auðþekkjanlegir framvegis í mannlífsflóru Eyjanna.
Þór Vilhjálmsson, fyrrverandi starfsmannastjóri og allsherjarreddari Vinnslustöðvarinnar, heldur í tengsla- og skipulagsþræði gagnvart fyrrverandi starfsmönnum haldið og gerir það virkilega vel.“



Grein og fleiri myndir á vsv.is.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.