Veisla til heiðurs fyrrverandi starfsmönnum VSV og mökum

Glatt var á hjalla í veislu sem Vinnslustöðin bauð fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins og mökum til á dögunum. Samkoman var í matsalnum glæsilega og þar voru á sjötta tug gesta.

Þetta kemur fram á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar, vsv.is. Þar segir einnig: „Fæstir í hópnum höfðu stigið fæti inn fyrir dyr VSV eftir að nýtt starfsmannarými var tekið í gagnið og því var tekinn tími í að skoða það, nýja skrifstofu sömuleiðis og síðast en ekki síst uppsjávarhúsið.

Hefð er fyrir því að þessir virðulegu gestir séu boðnir til blóts á þorra en af því varð ekki í ár vegna COVID. Samkoman nú kom í staðinn en ekki þótti við hæfi að bera þorramat á borð á sumarbjörtum júnídegi. Þess vegna mætti sjálfur Einsi kaldi og eldaði handan mannskapnum mat sem honum er einum lagið að útbúa, dásamlega góðan saltfisk í portúgölskum anda og þorskkinn í tempura – sömuleiðis algjört lostæti.

Stjörnukokkurinn kynnti í leiðinni farsælt samstarf sitt  og Vinnslustöðvarinnar.

Binni framkvæmdastjóri sagði gestum hvað á daga Vinnslustöðvarfólks hefði drifið undanfarin misseri og hvert fyrirtækið stefndi.

Hermann Kr. Jónsson, fyrrverandi aðalbókari VSV, flutti skemmtilega tölu um lífið og tilveruna í þá gömlu góðu daga og Siggi á Hvassó frumflutti nýjan og frumsaminn, íslenskan kántrýslagara. Þeir fengu mikið lof fyrir sín framlög.

Gestirnir voru svo leystir út með húfu og buffi merktu VSV og verða því auðþekkjanlegir framvegis í mannlífsflóru Eyjanna.

Þór Vilhjálmsson, fyrrverandi starfsmannastjóri og allsherjarreddari Vinnslustöðvarinnar, heldur í tengsla- og skipulagsþræði gagnvart fyrrverandi starfsmönnum haldið og gerir það virkilega vel.“

Grein og fleiri myndir á vsv.is.

  • Lilja Björg Arngrímsdóttir tók meðfylgjandi myndir í veislunni.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.