Garðar verður Gullberg

Nýtt uppsjávarskip Vinnslustöðvarinnar, sem heitir nú Gardar upp á norsku með heimahöfn í Björgvin, verður nefnt Gullberg og fær skráningarnúmerið VE-292. Kunnuglegt nafn og númer í flota Eyjanna frá fyrri tíð.

Þetta kemur fram á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar þar sem segir:

„KAP VE-4 skiptir um nafn og númer og verður Sighvatur Bjarnason VE-81. Sömuleiðis kunnuglegt nafn og númer úr flota og sögu Vinnslustöðvarinnar.

Í þriðja lagi verður KAP II hér eftir skráð sem KAP VE-4.

Öldungaráð Vinnslustöðvarinnar ákvað þessar nafnabreytingar um sjómannahelgina. Ráðið er valdastofnun sem fáum sögum fer af og ekki er til í opinberu skipuriti félagsins en lætur frá sér heyra þegar mikið liggur við, svo sem að nefna skip og númera þau.

Gardar var tekinn í slipp í Danmörku eftir að gengið var frá kaupum Vinnslustöðvarinnar. Það er hluti af hefðbundinni skoðun við eigendaskipti. Ekkert óvænt hefur komið þar upp og nú er gert ráð fyrir því að skipið leggi af stað heim um miðja næstu viku og komi til Eyja undir lok júnímánaðar. Skipstjóri á Gullbergi verður Jón Atli Gunnarsson.“

Nýjustu fréttir

Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.