Nýtt uppsjávarskip Vinnslustöðvarinnar, sem heitir nú Gardar upp á norsku með heimahöfn í Björgvin, verður nefnt Gullberg og fær skráningarnúmerið VE-292. Kunnuglegt nafn og númer í flota Eyjanna frá fyrri tíð.
Þetta kemur fram á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar þar sem segir:
„KAP VE-4 skiptir um nafn og númer og verður Sighvatur Bjarnason VE-81. Sömuleiðis kunnuglegt nafn og númer úr flota og sögu Vinnslustöðvarinnar.
Í þriðja lagi verður KAP II hér eftir skráð sem KAP VE-4.
Öldungaráð Vinnslustöðvarinnar ákvað þessar nafnabreytingar um sjómannahelgina. Ráðið er valdastofnun sem fáum sögum fer af og ekki er til í opinberu skipuriti félagsins en lætur frá sér heyra þegar mikið liggur við, svo sem að nefna skip og númera þau.
Gardar var tekinn í slipp í Danmörku eftir að gengið var frá kaupum Vinnslustöðvarinnar. Það er hluti af hefðbundinni skoðun við eigendaskipti. Ekkert óvænt hefur komið þar upp og nú er gert ráð fyrir því að skipið leggi af stað heim um miðja næstu viku og komi til Eyja undir lok júnímánaðar. Skipstjóri á Gullbergi verður Jón Atli Gunnarsson.“




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.