Heimgreiðslur frá fyrsta september

Vestmannaeyjabær hefur samþykkt að greiða sérstakar heimgreiðslur til forráðamanna barna sem ekki eru í leikskóla frá 12 til 16 mánaða aldri hvort sem forráðamenn þiggja boð um leikskólagöngu fyrir barnið eða ekki á því aldursbili. Heimgreiðslur eru greiddar frá þeim degi sem barn nær 12 mánaða aldri og þær falla niður þann dag sem barn nær 16 mánaða aldri eða hefur leikskólagöngu.

Þetta var samþykkt í fræðsluráði á miðvikudaginn og geta foreldrar sótt um heimgreiðslu rafrænt frá fyrsta september. Skilyrði er að barn sé á biðlista eftir leikskólaplássi.

Nánar á vef Vestmannaeyjabæjar – vestmannaeyjar.is

Nýjustu fréttir

Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.