Heimir til Jamaíka?
Heimir Hallgrímsson.

Sparkspekingar landsins virðast nú keppast um að giska á hvert knattspyrnuþjálfarinn, Heimir Hallgrímsson fer næst til að þjálfa. Heimir, hefur sem kunnugt er, verið á leikskrá hjá ÍBV síðan í sumar, en hann hefur verið án formlegs þjálfarastarfs síðan hann yfirgaf Al Arabi í Katar í júní 2021.

Í síðustu viku var orðið á götunni að Heimir tæki við þjálfun karlaliðs Vals fyrir næstu leiktíð, en nú eru spekingar að spá honum á mun suðlægari slóðir.

Meira að segja RÚV greinir svo frá í kvöldfréttum að líklegt sé að Heimir sé á leið til Jamaíka til að þjálfa landsliðið þar. En liðið er einu sæti fyrir ofan Ísland á styrkleikalista FIFA.

Heimir er einn farsælasti þjálfari Íslands en hann leiddi Íslenska karlalandsliðið, ásamt Lars Lagerback, á EM árið 2017. Hann var viðriðinn þjálfun landsliðsins á árunum 2012-2018, ýmist sem aðstoðarþjálfari eða þjálfari.

Nýjustu fréttir

Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.