Bæjarstjórn einhuga - Vonbrigði í vatnsleiðslumáli

Bæjarstjórn lýsti á fundi sínum á fimmtudaginn yfir miklum vonbrigðum með niðurstöðu ráðherra og ráðuneytisins varðandi ósk Vestmannaeyjabæjar um þátttöku í lagningu nýrrar vatnsleiðslu neðansjávar.

„Ný vatnsleiðsla til Eyja er öryggismál og nauðsynlegt að hún verið lögð sem fyrst. Því er borið við í svari ráðuneytisins að ekki megi skapa fordæmi í þessum efnum. Það er undarlegt í ljósi þess að ráðuneytið sjálft skilgreindi sérstöðu Vestmannaeyja árið 2008, vegna mikils kostnaðar þar sem um neðansjávarleiðslu er að ræða.

Þannig skapar það ekki nýtt fordæmi að styðja við nýja leiðslu til Eyja nú þar sem það var gert árið 2009 í ljósi fyrrgreindrar sérstöðu; og er þannig heldur ekki fordæmi fyrir önnur verkefni. Bæjarráð hefur fundað með þingmönnum Suðurkjördæmis og sýna þeir málinu stuðning og skilning sem vonandi kemur í ljós þegar á reynir,“ segir í bókun sem öll bæjarstjórn skrifaði undir.

Nýjustu fréttir

Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.