ÍBV vann mikilvægan 2-1 sigur á Keflavík á Hásteinsvelli í Bestu deild karla í knattspyrnu í dag. Þetta er annar sigur strákanna í röð í úrslitakeppni neðri hluta deildarinnar. ÍBV er sem stendur sex stigum frá fallsæti þegar níu stig eru eftir í pottinum.
ÍBV komst yfir snemma leiks þegar Alex Freyr Hilmarsson skoraði úr teignum. Á 40. mínútu dæmdi dómari leiksins vítaspyrnu á Keflavík þegar Arnar Breki Gunnarsson féll í teignum. Fyrirliðinn Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni og ÍBV leiddi 2-0 í hálfleik. Keflvíkingar minnkuðu svo muninn í byrjun seinni hálfleiks og þar við sat.
Næst á dagskránni er leikur gegn ÍA á Skaganum.
Ljósmyndir: Sigfús Gunnar Guðmundsson
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst